Þín markmið, þín þjálfun

Engar skyndilausnir. Þjálfun sem er byggð ofan á þinn lífsstíl með þín markmið í huga.

Veldu þitt plan

Viltu þjálfun smer srhönnuð og með góðri leiðsögn eða viltu aðeins prógram til að hjálpa þér að komast af stað?
Tilbúið Prógram
7.990kr
á mánuði
Skoða prógröm
Tilbúið æfingarprógram
Aðgangur að fitness appinu SARAFIT
Myndbönd og leiðbeiningar af öllum æfingum
Fjarþjálfun
19.990kr
á mánuði
Skrá mig núna!
Sérhannað æfingaprógram 
Fullur aðgangur að fitness appinu SARAFIT
Myndbönd og leiðbeiningar af öllum æfingum
Spjall við þjálfara í gegnum spjallþráð
Árangursmælingar 
Aðstoð við mataræði
NÝTT: Fjarfundir þar sem þú færð kennslu
á næringu og mataræði.

Hvað er innifalið?

Hvort sem þú ert að taka þín fyrstu skref eða vantar smá leiðsögn þá finnum við plan sem hentar þér! 

Sérhannað æfingarprógram

Þú færð sérhannað æfingarprógram hannað fyrir þig og þín markmið, byggt ofan á þinn lífsstíl. 

Næringarþjálfun

NÝTT: myndbanssímtöl sem þú getur bókað með 2 vikna millibili. Þú færð leiðbeiningar hvernig þú getur breytt þínu mataræði. Hverju getur þú skipt út fyrir hollari kost til þess að gera þínar venjur hollar?

Aðgangur að appinu

Þú hefur fullan aðgang að appinu SARAFIT þar sem þú heldur utan um æfingarnar, getur skráð inn næringuna og séð frammisstöðu þína. Allt á einum stað!

Markmiðasetning

Við setjum saman raunhæf markmið sem þú nærð að halda þig við til lengri tíma!

Árangursmælingar

Við mælum allan árangur hvort sem það sé í ræktinni, fyrir og eftir myndir eða vigtin. 

Aðgangur að þjálfara

Þú hefur aðgang að þjálfaranum í gegnum spjallþráð í appinu. Þú getur sent skilaboð hvenær sem þér hentar.

Tilbúið prógram

Þú getur valið eitt af fjórum prógrömum sem eru byggð með ákveðin markmið í huga. Þú færð aðgang að fitness appinu SARAFIT þegar þú velur þér tilbúið prógram.

Booty Builder

Prógram sem er hannað með það markmið í huga að stækka Rassinn og byggja upp styrk. Prógramið samanstendur af 5 æfingardögum og er hannað til þess að hámarka árangur án þess að fórna jafnvægi eða hvíld. 

Stronger & Bigger

Prógram sem er hannað með það markmið í huga að byggja upp styrk og stækka vöðva. Prógramið samanstendur af 3 eða 6 æfingardögum og er hannað til þess að hámarka árangur án þess að fórna jafnvægi eða hvíld. 

Melt Mode

Prógram sem er hannað með það markmið í huga að brenna fitu og byggja upp styrk. Prógramið samanstendur af 3 æfingardögum og hentar vel fyrir byrjendur.  

Endurance

Prógram sem er hannað með það markmið í huga að bæta þolið. Prógramið samanstendur af 4 æfingardögum og er hannað til þess að hámarka árangur án þess að fórna jafnvægi eða hvíld. 

Guðrún Sara
Með yfir fimm ára reynslu í þjálfun hef ég einbeitt mér að því að hjálpa bæði byrjendum og íþróttafólki að ná raunverulegum árangri. Ég vinn út frá nýjustu aðferðum og rannsóknum, því mér finnst mikilvægt að fylgja því sem virkar í raun og veru – ekki skyndilausnum eða trendum sem einhver úti í heimi bjó til af því það hljómaði vel. Markmiðið mitt er að bjóða upp á þjálfun sem er sniðin að þér, styður við þitt líf – og skilar árangri sem endist.